Monday, August 6, 2012

Laugardagskvöld 4 ágúst. Staður: Fjöruborðið, Staðsetning: Stokkseyri.

Ég og Bjössi kærastinn minn vorum í smá ferðalagi á föstudeginum fyrir verslunarmannahelgina og þegar við vorum á leiðinni heim þá ákváðum við í flýti að kíkja á Stokkseyri.
Ég hringdi og athugaði hvort það væri laust borð fyrir tvo eftir svona tuttugu mínútur og mér var sagt að það yrði kanski smá bið en ég tók því.

Þegar við komum á staðinn þá tók maður eftir því að það voru alveg nokkur borð laus enda fengum við strax sæti og það var fínasti staður sem við sátum á og andrúmsloftið var svolítið heimilislegt.

Matseðillinn var svolítið sjúskaður en það fannst mér allt í lagi því þemað á staðnum er þannig, hinsvegar er lítið úrval á honum en það er annaðhvort hægt velja á milli humarsúpu (sem forrétt eða aðalrétt) og aðalréttur staðarins eru auðvitað humarhalarnir sem hægt er að velja hversu mörg grömm maður vill en einnig er hægt að panta lambafillé, síðan fyrir grænmetisæturnar er hægt að fá salat eða grænmetisböku.
Við kíktum ekki mikið á eftirréttarseðilinn út af við vorum svo södd.

Við byrjuðum á að fá brauð í körfu sem var nánast hálfur brauðhleifur og það fylgdi með pestó, hvítlaukssósa og síðan eitthver brún sósa með. Brauðið var mjög mjúkt og gott.

Maturinn var síðan mjög fljótur að koma, við biðum kanski mestalagi í svona 10-15 mínútur sem var mjög gott.

Ég pantaði mér humarsúpu sem aðalrétt sem var kannski ekki alveg sniðugt hjá mér því að ég get ekki borðað svona mikla súpu því ég fæ fljótt nóg. Hinsvegar var þessi súpa mjög góð og það voru nokkrir humarbitar í henni sem var toppurinn. Ég fékk súpuna í skál og síðan fylgdi með meiri súpa í pott til hliðar.

Bjössi pantaði sér 300 gr humarhala með meðlæti og fékk hann þá í hvítlauksvökva ásamt litlum kartöflum og síðan fylgdi sítróna með. Einnig fylgdi með fata til að setja skeljarnar ofan í sem var mjög þægilegt. Ég smakkaði auðvitað hjá honum og fannst mér þessi humar rosa góður en samt sem áður smá leiðnlegt að þurfa að opna humarinn í hvert skipti og svolítið ógirnilegt að þurfa að taka "skítaröndina" úr sjálfur.
Meðlætið fylgdi síðan með og var í skemmtilegum trébakka og það var balsamik sett yfir sem er kanski ekki sniðugt fyrir þá sem fíla það ekki en okkur fannst það samt gott.

Ef maður vill semsagt fá góðan humar þá er tilvalið að fara á Fjöruborðið.
Þegar ég fer á þennan stað næst þá myndi ég frekar panta mér smá humarsúpu í forrétt og fá lamb í aðalrétt, þá fær maður eitt af öllu. Síðan smakkar maður kanski einhvern eftirrétt þá.

Þjónustan var fín, starfsfólkið var kurteist en kom samt aldrei og spurði hvernig okkur líkaði maturinn. Mér fannst heiti þvottapokinn koma frekar seint handa Bjössa en það var mælt með því að nota hendurnar við að opna humarinn sem var reyndar erfitt fyrst út af hversu heitur hann var.

Maður fer síðan til þeirra að borga og stelpan sem tók við greiðslu hjá okkur kunni greinilega ekki alveg á posann en við borguðum með pening og síðan ætlaði ég að borga restina með kortinu mínu sem var með nægum pening inn á en hún sagði að það hefði ekki komið nein heimild, ég borgaði því bara með klinki en Bjössi kíkti betur á miðann þar sem stóð að það þarf að nota örgjörvann en hún greinilega kunni ekki á það enda svosem ný tækni.

Stjörnur frá 0-5 : Fjöruborðið = 3 & hálf stjarna